28.5.2006 | 23:32
Lauslætið drepur ungdóminn?
Mikið verið að heyra sögur af þessum blessaða ungdómi, þegar ég var á þessum aldri...segjum 14-16 ára eithvað svoleiðis þá kom það vart við sögu að menn væru að fá sér bjór og annað sem snertir áfengi, eða það bar amk. mun minna á því! Það má með sanni segja að áfengi og lauslæti sé að skapa sér stórann sess í lífi ungdómsins í dag, og ekki finnst mér það vera að því góða, eða að mestu leyti ekki að því góða.
Ég á nú systur sem er að klára 10.bekk og sem betur fer kann hún að haga sér, eða eftir minni bestu vitund þá er hún fyrirmyndarunglingur. Þegar ég var á þessum aldri var ekki mikið pælt í að fara að drekka og detta í það og verða blekaður einhverstaðar útá túni, auðvitað breytast tímarnir og mennirnir með og því miður er það ekki að hinu góða þegar farið er útí þessa sálma!
Man nú að það eina sem ég gerði á þessum aldri var það að hanga í tölvuni á föstudags- og laugardagskvöldum langt fram eftir nóttu og spila hinn geysivinsæla Counter-Strike, sem virðist vera löngu dautt samfélag, og unglingar nú til dags finna sér annað að gera svosem að drekka og annann eins óbjóð! Annað sem ungdómurinn í dag temur sér frekar núna en á mínum yngri árum, það að kyssa stelpu þótti mikið "afrek" en nú til dags þykir það vart frásögu færandi, frekar er verið að færa út kvíarnar í þessum málum og færa þau á allt annað "level".
Það gæti verið að ég hljómi einsog 30 ára karlmaður sem á enga konu og á enga að nema tölvuna mína, en þetta er bara svona mín skoðun á þessu og þarf á engann hátt að endurspegla mat þjóðarinnar
Hvað segji þið? Er þetta að hinu góða eða að hinu slæma ?
Lag dagsins : Bubbi - Agnes og Friðrik
8 dagar í að kongurinn stígi á svið!
hognih
Athugasemdir
Já, ég er alveg harðsammála þessu !
Ég man bara eftir mér í 8 bekk, 9unda, þá gat ég ekki hugsað mér að kyssa strák hvað þá að ganga lengra en það! En nú til dags er þetta í tísku hjá yngri nemendum að ríða kannski 2svar á dag, ohh það er svo töff skiluru!?
Já, ég er pirruð.
Ég held að þessar breytingar séu ekki til góðs og svona á þetta líklega eftir að smita á eftir sér. ÞEssir eldri sýna þessum yngri fordæmi og þessir yngri fara að herma.
Fjandinn hafi það ! ;)
En við erum nú svo góð og saklaus..eða hvað? :p
Erla Dröfn! (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 14:01
mjög svo sammála Erlu!
þetta á allt eftir að enda með því að allir verða komnir með HIV, Herpes, kynfæravörtur og svo geta stelpur ekki haldið saur því að hringvöðvinn er orðin svo slappur eftir allar rassaríðingarnar!
ég er ekkert að segja að maður eigi að hætta að ríða, alls ekki! bara að hafa hugan við það sem að maður er að gera og hlusta á sjálfan sig hvort að maður er tilbúin!
Elínborg (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 17:29
Hehe við erum klárlega saklausari :o.
hognih (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 17:40
Haha já við erum klárlega saklausari! ;o.
Högni Haraldsson, 29.5.2006 kl. 17:42
Högni, þinn árgangur var líka samansafn af litlum mömmustrákum :D
Kári Rafn Karlsson, 30.5.2006 kl. 00:15
Kári, villtu að ég rifji upp þegar ég(minn árgangur?) rústaði þér í moldarstríðinu?
Högni Haraldsson, 30.5.2006 kl. 20:10
Kári, villtu að ég rifji upp þegar ég(minn árgangur?) rústaði þér í moldarstríðinu?
Högni Haraldsson, 30.5.2006 kl. 20:10
ohh ég er hjartanlega sammála...!!! Maður sér líka aldrei krakka úti að LEIKA sér...!!! Rugl og vitleysa... ;)
Guðrún Selma Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 20:14
Ég er sammála... enginn að leika sér, stelpur að kyssa fleiri en einn á balli, allar málaðar og eikkað!!! sjitt... ;) hvað varð um saltabrauð :p hoho
Guðrún Selma Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 20:16
sammála þér högni....finnst mjög fyndið að sjá stelpur í 8 eða 9 bekk vera stífmálaðar og brjálaðar pæjur...hehe..maður var nú bara úti í fótbolta eða eitthvað að nördast á þessum aldri
Hallbera (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 14:57
Heyrðu vinurinn, það voruð þú og Salvar á móti okkur. Salvar er ekkert jafn gamall þér. Já og þið voruð svoleiðis teknir í skraufaþurrt rassgatið.
Annars þá voru stelpur farnar að eignast börn 14 ára hérna í gamla daga þegar allt var mikið náttúrulega og færri reglur... svo þið eruð eiginlega á móti gangi náttúrunnar með þessu pjúrítanavæli.
Kári Rafn Karlsson, 4.6.2006 kl. 20:59
Vá flókið að skrifa comment hjá þér ef maður er ekki "skráður notandi" ! En annars vildi ég bara segja, góður pistill og vonandi að einhverjir lesi þetta og læri:)
Sandra Dögg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2006 kl. 23:15
Það eru og verða alltaf einhverjir "villingar" í hverjum árgang, bara mis mikið af þeim. Fólk er liggur líka mis mikið á að fullorðnast, held að það sé nú í lagi að fólk experimenti svolítið ef það telur sig tilbúið í það ;) Og ég get alveg sagt þér það að þegar að við vorum 14-16 ára þá voru einhverjir farnir að smakka áfengið og annað duglega, kannski ekki ýkja margir í okkar árgang en samt sem áður :)
arnar pd (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.