15.6.2006 | 13:49
"Now I've got that feeling once again , I can't explain, you would not understand, This is not how I am"
Veit einhver úr hvaða lagi þessi fyrirsögn er?
Heaven from Hell,
Blue skys from pain.
Can you tell a green field
From a cold steel rail?
A smile from a veil?
Do you think you can tell? "
Okeii engar felgur, ekkert króm að þessu sinni, þetta er aðeins meiri og dýrari pakki en ég hélt! Kemur bara seinna þegar ég á nægann péning...
Fór á tónleika á mánudaginn með Roger nokkrum Waters oog guð minn góður hvað þetta voru svakalega góðir tónleikar, ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Kallinn er orðinn 63 ára, eða fæddur 1943 ! Og mikið hrikalega er góður hljómur í honum enþá...
Lög á borð við Wish you where here, Money, Comfortably numb og Another Brick in the wall hljómuðu á þessum tónleikum. Fáranlega góðir tónleikar fyrir utan það auðvitað að íslendingar kunna ekki að mæta á réttum tíma og þeir gera alltaf sömu mistökin þegar það er verið að halda tónleika. Það var byrjað að hleypa inn um 6 leytið að ég held og myndaðist þá fljótlega mikil röð, bæði af bílum og gangandi vegfaröndum. Og ég segji...afhverju ekki að opna klukkutíma - 2 tímum fyrr eða svo og minnka þar af leiðandi biðraðir og umferðarteppur? Mín skoðun og ég heyrði á fólki á þessum tónleikum að það var orðið frekar pirrað á þessum endalausu biðröðum og umferðarteppum, tónleikunum var frestað um 15-20 min vegna þess hversu margir áttu eftir að drullast inn ! Mætti taka þetta mál til athugunar..
"And did they get you to trade
Your heros for ghosts?
Hot ashes for trees?
Hot air for a cool breeze?
Cold comfort for change?
And did you exchange
A walk on part in the war
For a lead role in a cage? "
Að öðrum málefnum og ástæða þess að ég sit hér við tölvuna þegar klukkan er að ganga 2 á virkum degi er sú að ég var að keppa í gær á móti Skallagrím, sem er ekki frásögu færandi nema það að ég fékk frekar þungt höfuðhögg og þurfti að fara á sjúkrahúsið til aðhlinningar þar sem voru saumuð 5 spor rétt fyrir neðan vinstra augað, frekar leiðinlegur staður, og þar sem ég get ekki opnað augað sökum mikillar bólgu þá fór ég ekki í vinnu og sit hér að rembast við að sjá hvað ég er að skrifa, gengur vel!
En ætla slá botninn í þetta að sinni og akið varlega þeir sem eru að fara á bíladaga, verður aldrei jafn gaman og í fyrra!
Lag Færslunar : Pink Floyd/Roger Waters - Wish you where here
"How I wish, how I wish you were here.
We're just two lost souls
Swimming in a fish bowl,
Year after year,
Running over the same old ground.
What have we found?
The same old fears.
Wish you were here"
hognih
Athugasemdir
BAHH !
Æji, ertu ekki að djóka í mér.. Nenniru að hætta að vera alltaf svona heppinn? fá gat í kringum augað og komast ekki í vinnu..
Ég vil fá eitt gat fyrir neðan augað líka, það er töff ;)
Gott að þú skemmtir þér á tónleikunum, ég heyrði að þeir voru Gééggjaðir!
Ég hefði getað fengið frímiða, en ég vissi ekkert hvaða gaur þetta væri, þannig ég afþakkaði það =o
Sjáumst eineygði neibör;) :**
Erla Dröfn (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 13:44
Heppinn? Ég skal glaður gefa þér glóðurauga og tilheyrandi, er ekki mikið viss um að þú sért sama sinnis eftir þá meðferð ;)
Högni Haraldsson, 18.6.2006 kl. 18:51
Haha, nei kannski ekki .. ég vil nú ekki fá á kjaftinn frá þér,, hver vill það? ;)
Erla Dröfn (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.