Vangefið gaman !

Okei, þessi föstudagur er bara einn sá allra skemmtilegasti í lífi mínu so far... hér kemur smá lýsing af deginum !

Vaknaði 04:55, var farinn frammúr 05:15 held ég, þá rölti ég áleiðis til Jón Steinars, með fulla tösku af áfengi, skikkju og horn á hausnum, og ATH klukkan var ekki orðin 05:30 á föstudagsmorgni...! Þegar ég var kominn þangað voru flesst allir komnir og byrjaðir að fá sér kaffi og konnara, bjór ofl. góðgæti, um 06:00 leytið fór líðurinn að gera sig klárann í að fara niðrí skóla og byrja að undirbúa dimisionið ofl. Klukkan var ekki orðin 7 þegar við hlupum útá vist til þess eins að vekja vistarbúa, ótrúlega gaman og er ég ekki frá því að sumir þarna þurfi aðeins að venja sig á að opna glugga svona af og til, segjum 1x í mánuði, þvílík svita/skítalykt inn í sumum herbergjunum þarna! En burt séð frá því þá hélt fjörið áfram og þegar við komum aftur inní skóla var bara drukkið meira og fólk málað svart í kringum augun og hárið spray-að svart, þó voru þar 2 aðilar sem ætluðu að vera slakir og ekki spray-a hárið, setning einsog "Ég borgaði 6þúsund kall fyrir þessar strípur" var öskruð yfir hópinn, en við létum það ekki á okkur  fá og sprayuðum hárið á þeim, augnaráðið segjir allt sem segja þarf !

 

addiporntekinn!addi2 Hann sá ekki eftir þessu!

En uppúr 09:30 fórum við uppá kennarastofu í morgunmat, eða afganga réttarasagt og spjölluðum við kennarana um hitt og þetta. Eftir það var haldið inná stofur og böggað kennara og nemendur, einstaklega fámennt var í skólanum þennann morguninn, en við gerðum bara gott úr því. Af því loknu var farið inná sal og rennt í gegnum dimisionið 2x minnir mig, en á þessu stigi, klukkan var að ég held svona 10:05, þá var tímaskynið aðeins farið að laskast Woundering 

Burt séð frá því, þá hófst dimisionið klukkan 11, og eftir smá stress og mistök á æfingu þá byrjuðum við á réttum tíma og held ég að þetta hafi heppnast mjög vel, það var allavega eithvað hlegið! En eftir þetta allt saman eða klukkan svona 11:40 - 12:30 þá fengum við að borða hjá Agli kokk, pizzu og franskar. Man lítið hvernig þetta smakkaðist Shocking

Klukkan 12:30 kom svo rútan og hún beið allavega í svona 30min þangað til að allir skiluðu sér inní hana! En því næst var stefnan tekin á höfuðborgina, nánar tiltekið í keiluhöllina þar sem við áttum pantaðann 1 keiluleik, sem betur fer afpantaði ég hinn keiluleikinn því fólk hefði hreinlega ekki meikað það. Tímaskynið var komið allt í rugl og í sannleika sagt man ég ekki hvað ég gerði áður en keiluleikurinn sem ég spilaði byrjaði, þessi keiluleikur var samt bara rugl held ég! En það skipti engu, stemningin var HRIKALEGA góð, og ég veit ekki hvað ég drakk mikið af Tenerife-bud-num, sem er btw. besti bjór í heimi !

Þegar við vorum búin í keiluni þá voru flest allir orðnir mjöög vel hífaðir! Þá var ekkert annað en að skella sér í kringluna og kaupa meira áfengi! En í kringluni hittum við Toby Rand úr Rockstar Supernova, og ætlaði ég að láta hann árita á lærið á mér, en hann gat ekki skrifað þar sökum matarolíu! svo hann skrifaði bara á hendina á mér !  En og aftur man ég ekki klukkan hvað við fórum úr kringluni en við vorum allavega komin á Pizza Hut á réttum tíma eða um 1700. Þarbudweiser
beið eftir okkur pizzahlaðborð og var étið á sig gat, eða svona megni af hópnum amk! Sumir ákváðu reyndar aðeins að leggja sig sem er ágætt þegar í svona ferð er farið, því maður verður nú að halda þetta alltsaman út ! En eftir ágæta máltíð á Pizza Hut var ferðini heitið uppá skaga og ég held svei mér þá að flestir, ef ekki allir hafi sofnað í rútuni á leiðinni heim! Þegar við komum uppá skaga var búið að skipuleggja party í Framsóknarhúsinu og þangað fóru allir nema nokkrir aðilar sem þurftu að hressa aðeins uppá meikið og ýmislegt, það voru því miður ekki kvenkyns aðilar! Nefni engin nöfn GetLost

Þar var drukkið, sungið, dansað og ég veit ekki hvað þangað til að ballið byrjaði. Nokkrir kennarar fá props fyrir að mæta Eiríkur og Steinun Eva, Jón Árni og Halla, Finnbogi, Hörður Skólam. , Egill Kokksi, og svo eldhúsgengið eða þær Guðríður, Kidda og Hrönn, þær stóðu svo sannarlega fyrir sínu og mættu galvaskar! En þá var bara ballið eftir og það sem ég man af því var geðveikt! Og eftir erfiðann dag var ekki verra að skella í sig einni skútuhullu fyrir svefninn, sem var ljúfari en allt ! Sideways

Í heildina var þetta ólýsanleg skemmtun  og þessi hópur var bara snilld og synd að hafa ekki kynnst þessu fólki aðeins fyrr! Þó voru það nokkri sem ollu vonbrigðum og hættu að drekka einsog p**** ! Maður gerir bara svona einu sinni á ævinni og ég held að það sé hægt að víkja öllu frá í einn dag fyrir svona skemmtun ! En ég þakka öllum fyrir dýrslega skemmtilegann dag sem seint gleymist! Tounge

Það eru myndir inná http://www.picturetrail.com/siggadora og svo koma vonandi fleiri myndir frá GunGun fljótlega! Læt samt nokkrar góðar fylgja hér í lokinn ! 

nolliprinS <- Maður ferðarinnar, án efa !

 

égogsiggadóraégaddipornogheidur

Þess má geta að Arnar reyndi hvað hann gat til að komast yfir systur mína, en án árangurs ! Police

Danke!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váá ég bara get ekki hætt að hugsa um þessa ferð, bara algjör snilld.. en hehe ég var búin að steingleyma þessari skítalykt inn á vist. ojbarasta þetta var alveg hryllingur hehe :) en hummm sumir gleymdu að minnast á það hver var sigurvegarinn í keilunni.. :) en jammogjæja ánægð með þig að u hafir nennt að skrifa pistil... heyrumst, enn og aftur takk fyrir fös. æði dagur :)

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 21:18

2 identicon

haha höfum það hreinu að það var arnar bgn sem var að reyna að komast yfir systur þína! ég lofaði að gera það ekki og stóð ég við það þó ég hafi þurft að halda mjög mikið aftur að mér ;)

Og það litla sem ég man úr þessari keiluferð þá man ég að budinn var ljúffengur :) en já frábær dagur heilt yfir  og langar mig að þakka óvissuferðarskipuleggjurnum (unnza og þér) fyrir, þið stóðuð ykkur eins og hetjur wúhú

arnar pd (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 23:51

3 identicon

Þessi dagur var bara snilld frá upphafi til enda!

 Þakka fyrir mig sömuleiðis, þennan dag verður erfitt að toppa =)

Stefán J (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 23:53

4 identicon

Algjör snilld og bara ótrúleg skemmtun, hópurinn var bara klikkaður :) takk fyrir mig :)

Sylvía (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 11:32

5 identicon

Flottur dagur.. og ekki var nóttin verri... :D

unnzi (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 14:01

6 identicon

Ohh þetta var sko skemmtilegur dagur ! hefði sko ekkert getað gerst svo hann yrði betri, einn skemmtilegast dagur lífs míns ;) Og auðvitað með æðislegu fólki... Takk fyrir daginn ;*

Hafdís Mjöll (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:31

7 identicon

Ég vil fá nafnið á þessum með 6 þúsund króna strípurnar, Klárlega minn maður ;) Annaras voruð þið bara til sóma, að Unnza fráskildum auðvitað.

Steinar Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 15:34

8 Smámynd: Högni Haraldsson

Það var meðlimur Elítunar Steinar.... en þakka öllum sömuleiðis aftur :D

Högni Haraldsson, 10.12.2006 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband